Lækur er 129 barna leikskóli sem staðsettur er í Kópavogsdal. Leikskólinn Lækur varð til þegar Smárahvammur og Kjarrið voru sameinaðir í ágúst 2011.

Deildir leikskólans eru sex, í tveimur byggingum og eru þær aldursskiptar. Í Litla-Læk eru yngstu börn skólans á Laufi og Lyngi. Í Stóra-Læk eru eldri börnin á Álfhóli, Víghóli, Þinghóli og Hvammkoti.

Lækjavöllur, sem er á milli skólabygginganna, er nýttur sem útiskóli og er verið að þróa starfið þar með eldri börnum skólans.

Lækur er opinn frá kl. 7.30 - 16.30.

Kristín Laufey Guðjónsdóttir er leikskólastjóri.

Anna Guðrún Maríasdóttir er aðstoðarleikskólastjóri

 Aðstoðarskólastjóri  leysir Kristínu Laufey  af í hennar fjarveru. 

Guðrún Matthildur Arnardóttir er sérkennslustjóri. 

Patricia Segura Valdes er sérgreinastjóri. 

 

https://vimeo.com/343263669